Jump to content
Spring Lake Farm forum
Sign in to follow this  
Ingimundur Kjarval

Búið að stela af ykkur fisknum og núna er verið að stela af ykkur landinu!

Recommended Posts

Þið getið lesið þessa grein sjálf. ætla ekki að fara út í smáatriði í henni. Bara að segja að pabbi var einn stofnanda Strengs og lagði mikla vinnu í þann félagsskap, held ekki að hann hefði viljað að félagið væri svo notað til þess að stela landinu af ykkur. Þetta er svo mikið rugl að það hálfa væri nóg. Næst kaupa þeir líklega Moggann til þess að halda ykkur rólegum

Ef að þetta sýnir eitthvað, þá hvað stjórnmálamennirnir sem þið kjósið yfir ykkur eru handónýtir aumingjar upp til hópa, fen á fleiri stöðum en í Washington DC. Djöfulsins aumingjaskapur að láta þetta fara svona, meiri andskotans vitleysan heimska og rugl.

Hér á mínu svæði eru það búddistar sem eru að kaupa upp jarðir og taka þær úr landbúnaðarframleiðslu, vernda skordýrin ef ég skil rétt, Dali Lama verið hérna, labbað víst á minni jörð. Ætti að setja upp skilti, Búddistar og sérstaklega Dali Lama ekki velkomnir.

Ég missti stór tún bara í sumar. Þeir byggja svo eitt hús í miðju túninu og eru svo í því kannski tvær vikur yfir hásumarið og vilja ekki að ég slái þau. Jafnvel að þeir séu á móti kjötáti og vita í hvað ég nota heyinn. Ég segi bara, eftir örfá ár verða þessi tún yfirtekin af innfluttum plöntum og skordýrum sem þetta fólk er hrætt við. Ég ætla jafnvel út í póltik út af þessu, byrja að mæta á sveitarstjórnafundi.

Svo er talað um Paradís á jörð í þessari grein. Fyrir hverja? Jú fyrir þá sem koma í tvo daga yfir hásumarið til þess að stunda dyreplageri á aumingja laxinum, draga hann í land særða og sleppa, svo að hann geti drepist af sárum sínum. Svei attann, pakk með peninga segi ég, tauta það á dráttarvélinni þessa daganna, pakk með pening, peningapakk, pakk með peninga, peningapakk...........................

Þið vitið kannski að á miðöldum var stór hluti Bretlands veiðilendur fyrir valdið. Bændur og þeirra fólk hrakið af jörðum sínum og fólk drepið í umvörpum fyrir að veiða sér til matar. Svo get ég sagt frá því hvernig Skotland var tæmt til þess að gera veiðilendur og beitarlönd fyrir sauðfé, ullin big bísnes.

Gerið eitthvað í þessu núna, á morgun verður það of seint, búið að hrekja ykkur í fátæktarhverfi stórborganna.

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/07/21/eiga_um_40_jardir_a_islandi/

http://www.ruv.is/frett/nanast-heill-fjordur-auglystur-til-solu

Share this post


Link to post
Share on other sites

http://www.ruv.is/frett/nyting-jarda-mikilvaegari-en-eignarhald

Ég sé ekki annað en að hún sé að verja þessi kaup útlendinga á landinu, hvaða hagsmuni er hún að verja??? Þetta er auðvitað hreint og algjört rugl, þarf gjörsamlega að umbylta þessu, annað hvort býr fólk á þessum jörðum eða þær verða skattlagðar af þeim, getur ekki verið einfaldara!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!

Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.

Sign In Now
Sign in to follow this  

×