Jump to content
Spring Lake Farm forum
Sign in to follow this  
Ingimundur Kjarval

Enn ein vísbendingin um að Evrópu sambandið er lítið annað en "Neuropa".

Recommended Posts

http://www.ruv.is/frett/ihuga-ad-hleypa-borgurum-esb-i-thyska-herinn

Núna vilja Þjóðverjar að allir þegnar Evrópu sambandsins geti gengið í þýska herinn. Minnir mig á að Þjóðverjar fluttu fólk frá herteknum löndum Evrópu til Þýskalands til þess að vinna í verksmiðjum sínum. Í mínum huga er þetta hreint rugl og bendir okkur á að Þjóðverjar virðast vera búnnir að gleyma eigin sögu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er reyndar búið að tala um sameiginlegan Evrópuher í allmörg ár. 

Ég styð það, að Evrópa sameinist. En það á að afnema þetta samband eins og það er í dag og byrja upp á nýtt. Stofna svona federalískt samband eins og Bandaríkin. Evrópa verður sterkari fyrir vikið. 

Það er vitað að Pútín (af augljósum ástæðum) vil brjóta EU á bak aftur. Nú vill Trump það líka. Segja upp öllum alþjóðasamningum og semja við hvert land fyrir sig. Það veikir auðvitað EU og styrkir BNA. Ímyndið ykkur ef Kínverjar semdu við hvert ríki BNA fyrir sig. Einn viðskiptasamningur við Utah, annar við Rhode Island, einn við Mississippi o.sv.frv. Það myndi veikja alríkisstjórnina og þarmeð BNA. Liggur alveg í augum uppi. 

Evrópa lifir af eitt kjörtímabil af Trump. En tvö? Það er bara rétt svo hægt að ímynda sér hvaða skaða hann nær að fremja á átta árum. Og skaðinn verður ekki bara Evrópu, heldur skaði allra Vesturlanda. Rússar og Kínverjar græða. Lönd sem láta sér lýðræði í léttu rúmi liggja. Viljið þið það? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 7/22/2018 at 12:10 PM, jenar said:

Það er reyndar búið að tala um sameiginlegan Evrópuher í allmörg ár. 

Ég styð það, að Evrópa sameinist. En það á að afnema þetta samband eins og það er í dag og byrja upp á nýtt. Stofna svona federalískt samband eins og Bandaríkin. Evrópa verður sterkari fyrir vikið. 

Það er vitað að Pútín (af augljósum ástæðum) vil brjóta EU á bak aftur. Nú vill Trump það líka. Segja upp öllum alþjóðasamningum og semja við hvert land fyrir sig. Það veikir auðvitað EU og styrkir BNA. Ímyndið ykkur ef Kínverjar semdu við hvert ríki BNA fyrir sig. Einn viðskiptasamningur við Utah, annar við Rhode Island, einn við Mississippi o.sv.frv. Það myndi veikja alríkisstjórnina og þarmeð BNA. Liggur alveg í augum uppi. 

Evrópa lifir af eitt kjörtímabil af Trump. En tvö? Það er bara rétt svo hægt að ímynda sér hvaða skaða hann nær að fremja á átta árum. Og skaðinn verður ekki bara Evrópu, heldur skaði allra Vesturlanda. Rússar og Kínverjar græða. Lönd sem láta sér lýðræði í léttu rúmi liggja. Viljið þið það? 

Góð rök hjá þér Jenar (gæturu ekki skipt þessari mynd út, hélt fyrst að þetta væri mynd af þér þangað til ég fattaði að þetta er Biden, eða er það ekki, dáldið svona draugaleg). Vandamálið bara saga Evrópu og Þýskalands, gengur hreinlega ekki upp. Þú gætir kannski rætt þína hugmynd um hvernig þetta ætti að vera, alveg til með að samþykkja hana.

En bara svo þú vitir, búinn að segja í áratugi og svo skrifað á Málefnunum að þetta myndi enda svona, gæti ekki annað.

Mín lausn kannski, eins fáránleg og hún er nú, að Danska heimsveldið verði endurvakið og öll Evrópa gangi í það, Þýskaland þá líka, get fært nokkuð góð rök fyrir þeirri lausn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég gerði leit að gömlu myndinni. Finn hana ekki. Hún var í boði á málefnunum í gamla daga, þar fékk ég hana. Veit ekki undir hvaða nafni ég á að leita að henni. Eins og ég segi, búinn að prófa ýmis leitarorð, án árangurs. En alveg eins og þú, þá fattaði ég ekki alveg strax að þetta væri BIden, hélt bara að þetta væri mynd af einhverjum miðaldra kalli, hehehe. En læt hana standa uns ég finn gömlu myndina... 

Eg skal með ánægju ræða hvernig ég sæi þetta fyrir mér. Annaðhvort að ég editi því hingað inn eða skrifi annað innlegg, því ég þarf að þjóta núna... to be continued... ?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég skrifaði reyndar einverntíma um það á gömlu málefnin, að það lá ekkert alltaf í augum uppi, að ensku nýlendurnar 13 í Ameríku yrðu að ríkjasambandi. Ég ætla svosem ekkert að rekja þá sögu hér, en fyrir þessu lágu ýmsar ástæður, bæði efnahagslegar og menningarlegar. Þó að enska væri sameiginlegt tungumál. Þessi kynslóð leit á sig sem annaðhvort Virginíumenn, Massachusettsmenn eða Pennsylvaníumenn o.sv.frv. Það að vera "Bandaríkjamaður" var lengi að "kikka inn."

Þegar Evrópa í dag stendur frammi fyrir sömu spurningu, eru vandamálin ekkert ólík þeim sem nýlendurnar 13 stóðu frammi fyrir. Það er þó auðvitað þannig, að það er ekkert sameiginlegt tungumál og við erum að tala um lönd en ekki nýlendur. Sjálfstæð lönd sem vissulega eiga sér sína eigin löngu sögu og menningu. Þessvegna, ef Evrópa gengi inn í ríkjasamband sem væri byggt upp svipað og BNA, þá myndi fólk halda áfram lengi vel að líta á sig fyrst sem Frakka, Þjóðverja, Svía o.sv.frv, fremur en Evrópubúa. Alveg eins og Bandaríjamenn gerðu.

Af hverju mistókst leiðtogum Evrópu það sem leiðtogum nýlendnanna hafði tekist 200 árum áður? Þrátt fyrir allar framfarir, bæði í tækni, þekkingu og jafnvel í pólitískri hugsun? Ég held að aðeins lítill hluti af því hafi verið menningarlegur mismunur. Ég held að grunnástæðan hafi verið sú, að Evrópusambandið hafi frá upphafi verið byggt á ólýðræðislegum grunni. Og auðvitað, að það var ekki gengið alla leið. Það var ekki stofnuð "alríkisstjórn" sem hafði pólitískt umboð. 

Evrópa hefur átt í nánu samstarfi núna í 70 ár. Það er framandi tilhugsun þeirra kynslóða sem nú lifa í álfunni, að þjóðirnar færu í stríð hvor við aðra. Álfan er orðin að einu efnahagssvæði, með sömu mynt. Það er því ýmislegt sem þegar hefur verið áunnið. Ef það á að vera afsökun að meðlimaþjóðir EU standi misjafnlega efnahagslega, þá var það lika þannig með nýlendurnar 13. Þannig að það er ekkert óyfirstíganlegt. Aðalatriðið er, að Evrópa sameinist á lýðræðislegum grundvelli. Bandaríska kerfið er gríðarlega flott uppbyggt, þó að ekkert stjórnmálakerfi sé auðvitað betra en spillingin sem þrífst í því.

Nauðsyn sameiningar er líka augljós. Sérstaklega núna, þegar BNA haf bæst í hóp efnahagslegra stórvelda, sem vilja brjóta sameinaða Evrópu á bak aftur. Og þessum öflum er að takast ágætlega upp. Þekkt að Rússar reyna í gegnum tölvuhakk o..fl. að egna þjóðir gegn þjóðum og hópa gegn hópum. Nota ódýrasta trixið í bókinni - þjóðerniskennd. Ástina á þjóðríkinu. Steve Bannon er líka búinn að vera duglegur að ferðast á milli landa Evrópu og boða "fagnaðarerindið." Við höfum séð þjóðernissinnaða andstæðinga EU ná langt í kosningum og þeir eru jafnvel komnir til valda í einstaka löndum. Ég veit að ég er að einfalda þetta nokkuð, það spila auðvitað fleiri ástæður þar inn í en bara Rússar og Steve Bannon. En með þessu er Evrópa að láta taka sig XXXXXXXXX (ritstjórn) að mínum dómi. Sameining er alveg krúsjal í mínum huga, eigi lýðræði Evrópu að lifa af. Það er nefnilega ekkert víst að lýðræðið lifi af í BNA... (vona samt að ég hafi rangt fyrir mér þar).....   

  • Thanks 1

Share this post


Link to post
Share on other sites

En það er ekki eins og það sé engin þjóðerniskennd í Bandaríkjunum (eru meira að segja oft gagnrýndir fyrir að vera með of mikla) svo málið er þá varla að útrýma henni heldur færa hana yfir í annað form. 

Kaninn hefur þarna gott kerfi og góða stjórnarskrá sem virkar svona vel vegna þess að í hugum flestra er hún heilagt plagg. Þetta andrúmsloft er ekki þrátt fyrir þjóðerniskennd heldur frekar vegna hennar. 

Niðurstaðan er því sú að Trump sem er mikið blæti fyrir "sterkum leiðtogum" þarf að sætta sig við takmörkuð völd. Hann er bara smá skjálfti en húsið er ekki að fara að hrynja. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
22 hours ago, Hallgeir said:

En það er ekki eins og það sé engin þjóðerniskennd í Bandaríkjunum (eru meira að segja oft gagnrýndir fyrir að vera með of mikla) svo málið er þá varla að útrýma henni heldur færa hana yfir í annað form. 

Kaninn hefur þarna gott kerfi og góða stjórnarskrá sem virkar svona vel vegna þess að í hugum flestra er hún heilagt plagg. Þetta andrúmsloft er ekki þrátt fyrir þjóðerniskennd heldur frekar vegna hennar. 

Niðurstaðan er því sú að Trump sem er mikið blæti fyrir "sterkum leiðtogum" þarf að sætta sig við takmörkuð völd. Hann er bara smá skjálfti en húsið er ekki að fara að hrynja. 

Það er rétt, forsetinn hefur takmörkuð völd. En þegar allt spilar saman, hinir þrír armar valdsins, þá verða völdin mun meiri. Enda hafa forsetar BNA haft mismikil völd gegnum tiðina. Hefur bæði haft með aðstæður að gera, en líka persónuleika þeirra...

Share this post


Link to post
Share on other sites
19 hours ago, jenar said:

Það er rétt, forsetinn hefur takmörkuð völd. En þegar allt spilar saman, hinir þrír armar valdsins, þá verða völdin mun meiri. Enda hafa forsetar BNA haft mismikil völd gegnum tiðina. Hefur bæði haft með aðstæður að gera, en líka persónuleika þeirra...

Ég hef svo haft miklar skoðanir á þessu á gömlu Málefnunum, skrifað mikið um hvernig nútíma lýðræðið þróaðist upp úr konungsveldum Evrópu og að lýðræðið í dag sé lítið annað en arfðleið þeirra þjóðfélaga sem urðu svo til undir verndarhendi konungsveldisins. Get minnt á að Dana konúngur kom sérstaklega til Íslands til þess að gefa okkur stjórnarskránna og hún mikið til sama stjórnarskráin og er við gildi í dag, konginum bara skipt út fyrir Forsetann eða er það ekki?

Svo getum við farið aftur í tímann þegar konungar voru að sölsa undir sig nágranna ríki eins og Haraldur hárfagri og Karla Magnús, hvað á eitt ríki að vera stórt til þess að virka? Eru Bandaríkin ekki bara of stór til þess að virka, þurfa einhvern eins og Trump til þess að ganga upp?

Mín skoðun að ástæðan að Evrópu-sambandið muni aldrei ganga upp að það er endanlega ekkert pólískt vald á bak við stjórnunina á því, embættismenn við stýrið gjörsamlega glatað.

Ég er á því að konungsveldin hafi virkað, en endanlega ekki komin reynsla á lýðræðið, innbyggð glötun í þeim.

Allt í lagi, íslenska fyrirkomulagið framhald á konungsveldinu, en til þess að það geti virkað að mínum dómi, þarf Forsetinn að vera í alvöru, stórkostleg framför í mínum huga að Ólafur Ragnar virkjaði neitunarvaldið, aldrei hægt að koma því að tunnuna aftur.

Það sem ég ætlaði að skrifa um í dag, hver er hepplegasta stærðin á þjóðríki og hvers vegna í ósköpunum þessi árátta að búa til stórríki eins og þið vinstri..... viljið? Hvers vegna viljið þið Evrópusambandið, hver er endanlega tilgangur þess?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!

Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.

Sign In Now
Sign in to follow this  

×