Jump to content
Spring Lake Farm forum
Sign in to follow this  
Threshy

Gildishlaðin fjölmiðlalygi

Recommended Posts

Ástæða innrásar í Írak var víst að Saddam sæti á risastórri púðurtunnu, stútfullum af gereyðingarvopnum, sem biðu þess að vera send á vestræn ríki. Grípa þyrfti til aðgerðar eigi síðar en strax, eða svo sögðu fjölmiðlar þá. "Þeir sem ekki eru með mér, eru óvinir mínir", sagði Uncle Sam við þetta tilefni. Hver man ekki eftir þegar leiðtogar Evrópu og þar með íslensk stjórnvöld gengust undir þessa "skipun" að taka þátt að okkur kjósendum forspurðum. Og gerðu það eins og lafhræddir stuttbuxnagæjar í skjóli næturs. Og fjölmiðlar kóuðu með. Afleiðingin var ein sú versta helför sem dunið hefur yfir jörðina. Hundruðir þúsunda, ef ekki milljónir, saklausra borgara drepnir. Afghanistan í forbi farten. Uppspretta ISIS. Afríska "vorið" í kjölfarið og svo Sýrland. Flóttamannastraumur sem tröllríður Evrópu um þessar mundir með ófyrirséðum afleiðingum fyrir vestræna menningu.

Hvað kom svo í ljós ? Úps, það voru víst engin gereyðingarvopn eftir allt saman undir rassgatinu á Saddam. Allt í plati (les: olíugróði og vopnarekstur).

Hvað segja fjölmiðlar nú  ? Pompeo utanríkisráðherra USA segir að N-Kórea sé að enn að búa til kjarnakleyf efni. Allavega segir Mogginn það (sem aldrei lýgur) í fyrirsögn.
Eftir heimskuna með Íraksstríðið, þá birtist í þessari frétt ekki ein einasta heimild fyrir því að þessi fullyrðing sé rétt.
Ég væri ekki hissa ef við fréttum með lestri yfir morgunkaffinu bráðlega að við íslendingar séum samþykkir árás á N-Kóreu, því Kimmi litli situr á risastórri púðurtunnu, stútfullum af gereyðingarvopnum.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/07/25/n_korea_enn_ad_bua_til_kjarnakleyf_efni/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!

Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.

Sign In Now
Sign in to follow this  

×